Styrkir til fyrirtækja og einstaklinga í janúar

Það er aldrei of oft sagt hversu mikilvægt það er að vinnustaðir skapi þannig vinnuumhverfi og menningu að allir séu að horfa fram á við, fjárfest sé í starfsþróun starfsfólks, að starfsfólk hafi möguleika á að sækja sér þá þekkingu og hæfni sem vantar og fyrirtæki taki þá að hluta eða öllu leyti þáttt í þeim kostnaði sem því fylgir. Þá er mikilvægt að þekkja rétt sinn hjá starfsmennta- og fræðslusjóðum og nýta það bakland sem þeir eru. Leiðirnar geta verið mismunandi;  stundum er öllu  starfsfólki boðið  upp á námskeið,  ákveðnum hóp er boðið  eða  einstaklingar eru styrktir til náms. Ef sú leið er farin þá er sótt um fyrirtækjastyrk.  Kjósi starfsmaður að fara í nám á eigin vegum þá getur hann nýtt sér sinn einstaklingstyrk. Pottarnir eru tveir i sama sjóði; annarsvegar sá sem einstaklingar sækja í og hinsvegar sá sem fyrirtæki sækja í.   Einfaldara getur það ekki verið. 

 

Heildarfjárhæð greiddra styrkja þennan fyrsta mánuð ársins var rétt undir þrjátíu milljónum króna, tvær milljónir í styrki til fyrirtækja og það sem eftir stendur í styrki til einstaklinga. 

Styrkir til fyrirtækja

19 umsóknir frá fyrirtækjum voru afgreiddir og þar af voru þrjár frá síðasta ári. Það má því segja að það hafi verið ágætis byrjun á árinu.

Heildarfjárhæð greiddra styrkja var rétt undir tveimur milljónum króna og náði sú styrkfjárðhæð til 10 fyrirtækja og 130 félagsmanna.

Námskeiðin voru margvísleg:
Flugverndarnámskeið
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Tungumál
Matvælaöryggi
Meiraprof
Öryggisnámskeið
Verkefnastjórnun
Vinnuvélanám og fleira.

Styrkir til einstaklinga

September og janúar eru oftast mjög stórir mánuðir hjá sjóðnum þar sem fjöldi nema sækir um styrk vegna skólagjalda. Janúar í ár var þar engin undantekning.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:
Efling kr.19.286.565,-

VSFK kr. 6.407.314,-

Hlíf kr.1.530.437,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is  Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér