Árið fer vel af stað hjá Starfsafli
Fyrsti mánuður ársins fór vel af stað og bárust sjóðnum 27 umsóknir frá 20 fyrirtækjum. Þar af var 5 umsóknum hafnað, 2 umsóknir voru vegna eigin fræðslu og 4 vegna verkefnisins Fræðslustjóra að láni. Það því óhætt að segja að árið sé að byrja með hvelli og mörg fyrirtæki ætla sér stóra hluti, en með Fræðslustjóra að láni er mörkuð stefna í fræðslumálum til allt að tveggja ára. Heildarupphæð greiddra styrkja vegna umsókna sem bárust í janúar var vel á fjórðu milljón króna.
Þá voru afgreiddar 25 umsóknir sem höfðu bárust undir lok desembermánaðar en vegna lokana á skrifstofu Starfsafls voru þær ekki afgreiddar fyrr en í janúar. Af þeim fjölda umsókna voru 4 vegna Fræðslustjóra að láni og 21 vegna almennrar fræðslu fyrirtækja.
Þar af leiðir er heildarupphæð greiddra styrkja í janúarmánuði vel á sjöundu milljón króna og styrkloforð tæpar átta milljónir. Þá eru öll fræðslustjóraverkefnin í vinnslu og mislangt komin, sum komin með mat á kostnaði á meðan önnur eru enn á viðræðustigi.
Alennnu námskeiðin sem styrkt voru eru sem fyrr ótrúlega fjölbreytt, s.s. kokkanámskeið, gæðastjórnun og vinnuvélaréttindi, svo fátt eitt sé talið.
Á bak við þessar styrkveitingar sem að ofan er getið eru alls ellefuhundruð félagsmenn en fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalagsins geta sótt til sjóðsins og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að hafa samband og kanna hvaða leiðir eru mögulegar. Þá má finna nánari upplýsingar á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 5107550