Færniþróun löguð að vinnumarkaðnum
Í Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í vinnumálum 2018 – 2012 segir eftirfarandi um stuðning við færniþróun sem löguð er að þörfum vinnumarkaðarins:
Áhersla skal verða lögð á hvernig best megi þróa færni vinnandi fólks í samræmi við auknar kröfur um aðlögun að breytingum í atvinnulífinu og að tryggja að vinnuaflið hverju sinni búi yfir þeirr færni sem vinnumarkaðurinn krefst.
Þörfin á færniþróun er sérlega mikilvæg fyrir einstaklinga með litla formlega starfsreynslu og litla grunnfærni og einstaklinga með hæfni sem samærmist ekki þörfum atvinnulífsins. Þessir hópar eru líka viðkvæmari fyrir umbreytingum á vinnumarkaði, meðal annars tækniþróun.
Menntakerfið gegnir líka veigamiklu hlutverki við að hækka almennt menntunarstig og sér í lagi við að tryggja að ungt fólk ljúki nauðsynlegri skólagöngu. Um leið munu flestir fullorðnir þurfa á einhvern tímann á lífsleiðinni – óháð aldri, kyni og menntun, að afla sér nýrrar færni til að tryggja þátttöku sína á vinnumarkaði.
Þess vegna er mikilvægt að beina sjónum að símenntun, menntun á vinnumarkaði og á vinnustöðum sem og að gefa fólki kost á framhaldsmenntun.
Tilvitnun lýkur.
Við þennan góða texta er litlu að bæta og Starfsafl fagnar því að svo skýrt sé kveðið að orði. Færniþróun í takt við þarfir vinnumarkaðinn er mikilvæg, það er óumdeilanlegt, og helst í hendur við svo marga þætti umfram þá sem einfalt er að reikna í krónum og aurum. Það er mikilvægt að bjóða upp á fræðslu við hæfi, á hverjum tíma. Fræðsla starfsfólks þarf því að vera regluleg og spegla þarfir þess, fyrirtækis og vinnumarkaðar.
Starfsafl styður við fyrirtæki sem vilja stuðla að fræðslu á sínum vinnustað, hvort heldur er innan vinnustaðar eða utan. Fyrirtæki geta fengið allt að þrjár milljónir króna á ári, samkvæmt reglum þar um og eru forsvarsmenn fyrirtækja hvattir til að hafa samband og kynna sér mögulega styrki.