Starfsafl býður Stjórnvísi heim

Fimmtudaginn 7. nóvember næstkomandi mun framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir,  taka á móti félagsfólki Stjórnvísis í Húsi atvinnulífsins.  

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 6000 virka félaga og mjög öflugt tengslanet. Kjarnastarf félagsins fer fram  í kraftmiklum faghópum félagsfólks en jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum, viðburðum og verðlaunum um stjórnun. 

Það að er beiðni faghóps félagsins um mannauðsstjórnun  sem þessi viðburður er haldinn og sönn ánægja að verða við þeirri beiðni.

Lísbet mun vera með erindi þar sem hún  mun fjalla vítt og breitt um fræðslu fyrirtækja, mikilvægi fræðslustefnu og áætlunar, ásamt því að svara spurningum úr sal en nægur tími verður gefinn fyrir góðar umræður og tengslamyndun. 

Fundurinn hefst kl. 9 og mun standa yfir í um klukkustund. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar. 

Fundarstjóri er Guðrún Finns., stjórnarmeðlimur í faghóp mannauðsstjórnunar.

Skráning á viðburðinn fer fram á vefsíðu Stjórnvísis.