Starfsafl styrkir eigin fræðslu Kaffitárs 2014
Starfsafl undirritaði nýlega samstarfssamning við Kaffitár ehf. um styrki vegna eigin fræðslu fyrirtækisins. Um er að ræða námskeið af ýmsu tagi í því skyni að bæta þjónustu fyrirtækisins og vörugæði, sem starfsmenn fyrirtækisins og stjórnendur sjá um. Samningurinn nær til allra starfsmanna fyrirtækisins og er reiknað með vikulegum námskeiðum, 5-10 þátttakendur í senn, fram til næstu áramóta.
Starfsafl hefur gert fjölmarga samninga við fyrirtæki um eigin fræðslu, sjá nánar um reglur hér. Samningur þarf að liggja fyrir áður en fræðsla fer af stað. Fyrirtæki eru hvött til að hafa samband og skoða möguleika á þessum styrkjum sem eru til viðbótar venjulegum styrkjum sjóðsins til aðkeyptrar fræðslu.
Frá undirritun samnings, Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls, og Lilja Pétursdóttir, Kaffitári.