Starfsafl fær mannaskiptastyrk frá Leonardo
Starfsafl hlaut nýverið styrk frá mannaskiptaáætlun Leonardo menntaáætlunar ESB. Styrkurinn verður notaður til að senda 10 einstaklinga, Eflingarfélaga, frá 4 fyrirtækjum þ.e. Eflingu stéttarfélagi (sem sendir atvinnuleitendur), ISAVIA, Kjörís og Skeljungi, til vinnustaða á Norðurlöndunum í vikuþjálfun. Styrkurinn er að upphæð 2,6 m.kr. og er notaður til að kosta ferðir og uppihald starfsmanna eða atvinnuleitenda. Ferðir sem þessar hafa áður verið styrktar af Leonardo áætluninni og hafa tekist afskaplega vel og skilað miklum árangri.
Ferðirnar verða farnar innan tveggja ára þegar hentar viðkomandi starfsmönnum og fyrirtækjum. Mótttökufyrirtækið greiðir götu félagsmanna Eflingar erlendis og sér þeim fyrir þjálfun og kynningu á vinnubrögðum og tækni sem starfsmenn flytja síðan með sér heim til síns heimavinnustaðar á Íslandi.
Öllum fyrirtækjum á póstlista Starfsafls var boðið að taka þátt og ofangreind fyrirtæki urðu fyrir valinu enda undirbjuggu þau umsóknina vandlega með aðstoð starfsmanna Starfsafls.
Starfsafl fagnar þessari niðurstöðu og er þess fullviss að þessum peningum verður vel varið.