Starfsafl á Mannauðsdeginum
Föstudaginn 4. október verður mannauðsdagurinn haldinn í Hörpu og venju samkvæmt verður Starfsafl með viðveru. Skrifstofa Starfsafls verður því lokuð þann dag.
Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn árið 2011 og hefur vaxið með hverju árinu og er nú einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi. Yfir 1000 einstaklingar sem starfa að mannauðs- og fræðslumálum sækja viðburðinn og fjöldi fyrirtækja er með kynningar í sýningarrýmum.
Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um mörg af miklvægustu verkefnum mannauðsfólks og stjórnenda fyrirtækja og í kynningarefni segir m.a. eftirfarandi “Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður fjölbreytt blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mikilvægustu mannauðsmálin og stjórnunaraðferðirnar sem efst eru á baugi sem svo ráðstefnugestir geta tekið heim með sér og nýtt sér í lífi sínu og starfi,,
Starfsafl verður ásamt þeim sjóðum sem standa að Áttinni í bás nr. 25 í sýningarsal. Allir sem vilja kynna sér starfsemi sjóðsins eru sannarlega velkomnir.
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.