Afgreiddar styrkumsóknir í maí
Maí var nokkuð hlýr og sólríkur og kallaði fram væntingar um gott sumar. Við sjáum hvað setur með sumarið og veðrið en vonum það besta.
Hjá Starfsafli var í nógu að snúast sem endranær. Ársfundur var í byrjun mánaðarins og umsóknir berast jafnt og þétt alla daga ársins, sama hvernig veðrið er og þannig viljum við hafa það.
Samtals voru greiddar um ein og hálf milljón til 16 fyrirtækja þennan mánuðinn. Hæsta styrkupphæð var kr. 418.574,- og sú lægsta kr.12.000,-. Fjöldi afgreiddra umsókna voru alls 24 talsins.
Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá mikla aukningu í nýjum fyrirtækjum sem nýta sér sjóðinn, en alls 5 fyrirtæki voru að sækja um í fyrsta sinn. Í því samhengi er á það bent að fyrirtæki geta fengið allt að þrjár milljónir í styrk á ári, burtséð frá stærð fyrirtækis. Nánar má lesa um reglur Starfsafls hér
Þau námskeið sem styrkt voru eru eftirfarandi:
Dyravarðanámskeið
Námskeið atvinnubílstjóra
Sala og þjónusta
Samskipti og liðsheild
Sérsniðið fisknámskeið
Stjórnendaþjálfun
Tölvunámskeið
Vinnuvélanámskeið
Öryggisnámskeið
Í styrkjum til einstaklinga voru greiddar um 12.7 milljónir króna.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.