Skrifstofa Starfsafls lokuð til 24. október

Skrifstofa Starfsafls verður lokuð frá og með miðvikudeginum 19. október til mánudagsins 24. október.

Umsóknir er hægt að legga inn á www.attin.is og þá er gott að muna að hafa öll umbeðin gögn með umsókn:

1. Upplýsingar um fræðsluna (stutta samantekt á efnisþáttum).

2. Reikningur  á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr og staðfesting á greiðslu, s.s. kvittun úr heimabanka.  Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

3. Listi  yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild.

Öllum erindum sem berast á fyrrgreindum tíma verður svarað strax í næstu viku.  

Myndin er fengin hér

Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.