Skráningu lokið á vorfund Starfsafls
Skráningu er lokið á vorfund Starfsafls sem haldinn verður fimmtudaginn 11. maí nk á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica. Skráning fór fram úr björtustu vonum og er allt útlit fyrir vel sóttan og góðan fund.
Fyrirlesararnir eru hverjum öðrum betri, með góða fagþekkingu á sínu sviði en dagsskrá er samanber eftirfarandi auk þess sem gefinn er góður tími til tengslamyndunar.
13:30 Fomaður stjórnar Starfsafls, Jóhann Kristjánsson, býður gesti velkomna
13:40 Tölur og tækifæri – hvað segir mælaborðið? Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir.
14:00 Nýtum gögn við greiningu fræðsluþarfa: Eva Karen, eigandi og ráðgjafi Effect segir frá Fræðslustjóri að láni verkefni hjá Flatey Pizza og notkun þarfagreiningaverkfæris sem hún hannaði og öllum er velkomið að nota
14:30 Fagmennska í fræðslu: Fanney Þórisdóttir fræðslustjóri Bláa Lónsins, Menntafyrirtæki ársins 2023, veitir innsýn í fræðslumál fyrirtækisins sem sannarlega eru til fyrirmyndar
14:50 Kaffihlé & tengslamyndun
15:20 Húmor virkar í fræðslu: Sveinn Waage sérfræðingur á sviði húmors gefur góð ráð
16:00 Vorfundi slitið
Fundarstjóri: Snorri Jónsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í stjórn Starfsafls