Samskip fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Samskip hf. Fyrirtækið er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður flutningalausnir og tengda þjónustu á landi, sjó og í lofti með hagkvæmni og sjálfbærni að leiðarljósi. Fyrirtækið er með starfsemi í 65 löndum og heildarfjöldi starfsmanna er 1.670 talsins.  Hér á landi eru þeir þó aðeins brot af þeim fjölda eða 500 talsins. 

Verkefnið nær til 80 starfsmanna sem starfa á hafnasvæði. Verkefnið miðar að því að greina og meta fræðsluþarfir þeirra þar sem þeir sem standa frammi fyrir kröfum um nýja færni vegna tækninýjungna í starfsemi Samskipa.

Áður fékk fyrirtækið Fræðslustjóra að láni fyrir alla starfsmenn árið 2009 og var veitt sérstök undanþága nú til að fara aftur í greiningu á grundvelli góðs rökstuðnings. 

Verkefnið er styrkt af Starfsafli og Iðunni og felur það í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.

Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins. 

Ráðgjafi verkefnisins er Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5107550

Myndin er fengin að láni af vef Samskipa