Góður marsmánuður hjá Starfsafli
35 umsóknir voru teknar til afgreiðslu í marsmánuði, svo segja má að mánuðurinn hafi verið alveg ágætur. Af þessum 35 umsóknum voru 33 styrkir afgreiddir með greiðslu styrkja og var heildarfjárhæð rétt um 2.7 milljónir.
Á bak við þá upphæð eru engu að síður hátt í 400 félagsmenn en það er alltaf ánægjulegt að sjá hversu mikill fjöldi félagsmanna er á bak við þá styrki sem veittir eru til fræðslustarfs fyrirtækja. Þá er ekki síður ánægjulegt að sjá hversu vel hver króna nýtist í fræðslustarfi fyrirtækja.
Ellefu umsóknir voru vegna Endurmenntunar atvinnubílstjóra en styrkir vegna þessa voru 25% allra styrkja á síðasta ári og stefnir í svipaðan fjölda á þessu ári.
Aðrar umsóknir voru vegna eigin fræðslu, tölvu- og öryggsnámskeiða, sölu- og þjónustu og að síðustu var ein umsókn vegna Fræðslustjóra að láni.
22 fyrirtæki lögðu inn umsókn, þar af tveir leikskólar, en rekstraraðilar leikskóla með samninga við Reykjavíkurborg eiga ekki rétt í sjóðnum þar sem sjóðurinn er í eigu Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagas Keflavíkur og nágrennis hins vegar.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls.