Rólegheit í júlímánuði

Júlímánuður var sannarlega rólegur hér hjá Starfsafli.  15 umsóknir bárust frá 9 fyrirtækjum; í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og fiskvinnslu, svo dæmi séu tekin.  Ein umsókn var ógild og þ.a.l. hafnað.  Tvær umsóknir voru um eigin fræðslu og ein umsókn um fræðslustjóra að láni. 
 
Engu að síður voru styrkloforð júlímánaðar tæplega tvær milljónir króna og þar af hafa verið greiddir styrkir fyrir 1. 3 milljónir.  
 
Þau námskeið sem styrkt voru eru m.a.eftirfarandi:
Bóklegt vinnuvélanámskeið
Íslenska fyrir pólskumælandi
Enska grunnnámskeið fyrir pólskumælandi
Endurmenntun bílstjóra
Endurmenntun- Lög og reglur
Vistakstur
Meðhöndlun matvæla
 
Fræðsluaðilar voru sbr. eftirfarandi:
Vöxtur ráðgjöf
Vinnueftirlit ríkisins
Retor fræðsla
Sigurður Einar Steinsson
Eiríkur Hreinn Helgason
Marteinn Guðmundsson
Sýni ehf.
og fl.
 
Þrátt fyrir fáar umsóknir í júlímánuði þá er um töluverða aukningu að ræða frá síðasta ári, en í sama mánuði sl. árs bárust aðeins 7 umsóknir, þar af var þremur hafnað og heildarupphæð styrkja var rétt undir 800 þúsundum króna.  Það er því sannarlega um aukningu að ræða.  Á meðfylgjandi mynd má sjá nánar þá aukningu sem átt hefur sér stað en þá aukningu má sannarlega rekja til áttarinnar, sameiginlegrar vefgáttar starfsmenntasjóðanna.  Sjá hér www.attin.is
 
Fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalagsins geta sótt til sjóðsins og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að hafa samband og kanna hvaða leiðir eru mögulegar.  Þá má finna nánari upplýsingar á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 5107550