Réttur fyrirtækja hækkaður í 4 milljónir

Stjórn Starfafls hefur samþykkt hækkun á rétti fyrirtækja úr 3 milljónum króna í 4 milljónir. 

Það er með mikilli ánægju sem þessi  breyting er gerð á reglum sjóðsins en Starfsafl leitast við að mæta þörfum rekstraraðila og þeirra starfsfólks og þannig styðja enn frekar við það öfluga fræðslustarfs sem nú þegar er innan fjölda fyrirtækja.  

Að því sögðu geta öll fyrirtæki á almenna markaðnum með starfsfólk í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði, Eflingu og VSFK  sótt um styrk til Starfsafls, starfsmenntasjóð Samtaka atvinnulífins og áðurnefndra félaga. 

Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.Það þarf því  ekki að ganga frá sérstakri aðild eða vera í Starfsafli þar sem réttur til að sækja um myndast  sjálfkrafa um. leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd.  Einfaldara getur þetta ekki verið.

Það þarf ekki að ganga frá sérstakri aðild eða vera í Starfsafli þar sem réttur til að sækja um myndast  sjálfkrafa um. leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd

Hámarksgreiðsla á ári er 4 milljónir króna, óháð stærð og fjölda starfsfólks. Umsóknarferlið er mjög einfalt, sótt er um á www.attin.is og ef öll tilskilin gögn fylgja með þá er styrkur afgreiddur innan 5 virkra daga. Athugið að með umsókn þarf að fylgja yfirlit yfir greiðslur iðgjalda vegna félagsmanna Eflingar, sjá hér 

Þess má geta að fyrirtæki sem nýta sinn rétt, og jafnvel fullnýta, geta margfaldað það fé sem greitt er til sjóðsins ef litið er til þess að fyrirtæki geta sótt 4 milljónir í sjóðinn en innan við 10% fyrirtækja greiða í formi starfsmenntaiðgjaldsins meira en 500.000,- kr á ári.  Til viðbótar við styrki fyrirtækja þá getur starfsfólkið einnig sótt um styrk og nýtt sinn rétt þar sem um sama sjóð er að ræða, en réttur hvors um sig skerðir ekki rétt hins.   Þá má ekki gleyma þeim augljósa hagnaði sem felst í því að hafa að skipa hæfu starfsfólki. 

 

 

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og  Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.