Tæpar 18 milljónir í styrki í júlí
Júlímánuður er alla jafna rólegasti mánuður ársins hvað afgreiðslu styrkumsókna varðar og var júlímánuður þessa árs þar ekki undanskilinn. Engu að síður greiddi Starfsafl samanlagt tæpar 18 milljónir króna í styrki þennan mánuðinn.
Styrkir til fyrirtækja
Fjöldi umsókna frá fyrirtækjum taldi 19 umsóknir frá 7 fyrirtækjum og var heildarfjáræð greiddra styrkja rúmlega ein milljón króna.
Á bak við styrkfjárhæðina eru 94 félagsmenn og sóttu þeir m.a. námskeið í skyndihjálp, endurmenntun atvinubílstjóra, kerru- og vinnuvélanámskeið, íslensku og sérsniðin fagnámskeið auk þess sem veittir voru styrkir vegna stafrænnar áskriftar og eigin fræðslu fyrirtækja.
Styrkir til einstaklinga
Hærri fjárhæðir voru greiddar í styrki til einstaklinga í júlí samanber eftirfarandi:
Efling kr. 12.259,952,-
VSFK kr. 3.659,860,-
Hlíf kr. 700,806,-
Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 16. 620, 618,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected]
Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér