Reikningur og staðfesting á greiðslu
Þar sem Starfsafl hefur þá vinnureglu að greiða út styrki innan 5 virkra daga og helst fyrr ef mögulegt, þá er mikilvægt að öll gögn fylgi með umsóknum. Frá 15. mars var endurgreiðsluhlutfallið hækkað tímabundið í 90% og samhliða sett sem skilyrði að með umsókn þurfi auk reiknings að fylgja staðfesting á greiðslu reiknings.
Við vonum að allir leggist á eitt með okkur og skili inn öllum gögnum, svo hægt sé að afgreiða umsóknir fljótt og vel.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða gögn þurfa að fylgja öllum umsóknum:
1. Upplýsingar um fræðsluna.
2. Reikningur, á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr og staðfesting á greiðslu, s.s. kvittun úr heimabanka.
3. Listi yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild *
Umsókn er lögð inn eftir að fræðsla hefur átt sér stað. Styrki skal sækja um á Áttinni, www.attin.is, sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða. Mikilvægt er að hafa öll fylgiskjöl tiltæk á rafrænu formi þegar lögð er inn umsókn.
Vinsamlegast athugið að ekki er greiddur út styrkur ef eitthvað af þessum upplýsingum vantar. Þá er umsókn hafnað ef tilskilin gögn berast ekki innan 4 vikna frá því að umsókn er lögð inn.
* Fyrirtæki sem greiða af starfsmönnum til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki tíl námskeiðahalds.
Myndin er fengin hér