Raunfærnimat fyrir pólska innflytjendur
Kynningarfundur um raunfærnimat fyrir pólska innflytjendur sem starfa í húsasmíði, málaraiðn eða sem matartæknar verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 18 hjá IÐUNNI fræðslusetri Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Túlkur verður á fundinum.
Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og er metið á móti námskrá í iðngrein.
Þær iðngreinar sem verða til mats eru húsasmíði, málaraiðn og matartækni.
Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru 23 ára aldur og 3 ára starfsreynsla í viðkomandi grein, þar af 6 mánaða starfsreynsla í greininni á Íslandi.
Starfsreynslu þarf að staðfesta með opinberum gögnum.
Nánari upplýsingar veita náms-og starfsráðgjafar IÐUNNAR. Fyrirspurnum svarað á [email protected]
Nánar um verkefnið á https://idan.is/um-okkur/throunarverkefni/viska/