Rafrænt námsumhverfi styrkt hjá Dominos
Í nýliðnum mánuði veitti Starfsafl fyrirtækinu Pizza Pizza, sem rekur Dominos keðjuna, eina og hálfa milljón í styrk vegna
áskriftar að rafrænu námsumhverfi.
Fyrirtækið hefur verið með öfluga fræðslustefnu og sinnt nýliðafræðslu sérstaklega vel. Það er því eðlilegt framhald og í takt við nýja tíma að færa hluta fræðslunnar yfir á rafrænt form. Í umsókn fyrirtækisins var meðal annars lögð áhersla á mikilvægi þess að bjóða starfsafólki upp á markvissa fræðslu og þjálfun sem og að veita starfsfólki tækifæri til að þróast i starfi.
Nánar um rafrænt fræðsluumhverfi fyrirtækins má lesa hér
Rúmt ár er síðan Starfsafl fór að veita styrki til fyrirtækja sem vildu taka upp rafrænt námsumhverfi.
Reglurnar eru sem hér segir:
Styrkt er áskrift að rafrænu námsumhverfi um 75% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félagsmann á ári.
Skilyrt er að gerður sé og greiddur áskriftarsamningur fyrir a.m.k. 6 mánuði.
Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:
- lýsing á því hvaða fræðslu verður boðið upp á með þessum hætti
- hvaða fræðsluefni er tilbúið til notkunar
- hvernig fræðsluefni verður sótt / keypt eða þróað
- hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsmanna
- hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna
Nánari upplýsingar eru veittir á skrifstofu Starfsafls.
Myndin er fengin að láni af fésbókarsíðu fyrirtækisins.