Rafræn fræðsla fær aukið vægi
Á fyrsta fund vetrarins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem fram fór í sl. viku fóru Þórður Höskuldsson framkvæmdastjóri Outcome kannana, og Guðrún S. Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá Samtökum atvinnulífsins og fulltrúi SA í stjórn Starfsafls, yfir niðurstöður nýrrar menntakönnunar atvinnulífsins.
Fram kom að í sex af hverjum tíu fyrirtækjum fer fram skipuleg fræðsla og að starfsreynsla, menntun á viðkomandi sviði og samskiptahæfni skorar hæst þegar verið er að ráða nýtt fólk. Það var einnig áhugavert að heyra að samanber svör þá er fræðslustarfi beint að öllum starfsmönnum en mest að almennum starfsmönnum.
Þá sögðu 44,8% fyrirtækja mikilvægast í menntamálum vera að auka framboð fræðslu og þjálfunar sem fram fer rafrænt eða inn í fyrirtækjunum. Þessi aukna áhersla á rafrænt nám er í takt við það sem við hér hjá Starsfafli finnum, bæði eru fyrirtækið að leita að lausnum, skoða leiðir og aðferðir til að hrinda í framkvæmd og fjármagna rafrænt fræðslustarf, svo fátt eitt sé nefnt. I mörg horn er að líta og fyrir fjölda fyrirtækja, sértaklega þau smærri, getur það reynst flókið og jafnvel óyfirstíganlegt.
Starfsafl styrkir rafræna fræðslu fyrirtækja sem hluta af eigin fræðslu og þarf að gera samning fyrir fram. Einnig þarf að vera til staðar skráningarkerfi, svo mögulegt sé að halda utan um fræðslu hvers starfsmanns því án þess fæst ekki greiddur styrkur. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér þetta frekar er bent á að hafa samband við skrifstofu Starfsafls.
Hér má sjá kynninguna í heild sinni.
Myndin er fengin að láni af vef Samtaka atvinnulífsins