Starfsafl tekur á móti og afgreiðir hundruði umsókna frá fyrirtækjum á hverju ári í gegnum aðgangsstýrða vefgátt sjóða og afgreiðir mánaðarlega keyrslur frá hlutaðeigandi stéttafélögum vegna afgreiðslu einstaklingsstyrkja.
Þar af leiðir móttekur Starfsafl, vinnur, vistar og miðlar persónugreinanlegra upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna afgreiðslu styrkja til fyrirtækja og einstaklinga.
Starfsafl meðhöndar aðeins þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar í þeim tilgangi að veita þá þjónustu sem tilgreind er sem hlutverk sjóðsins.
Allar persónugreinanlegar upplýsingar sem Starfsafl vinnur með er miðlað til Starfsafls í gegnum;
• vinnuveitanda að fengnu samþykki frá viðkomandi starfsmanni / einstakling / félagsmanni
• hlutaðeigandi stéttafélagi sem þá hefur móttekið þær upplýsingar frá þeim einstakling / félagsmanni sem um ræðir hverju sinni
Þær upplýsingar sem um ræðir eru;
• Nafn
• Kennitala
• Stéttafélagsaðild
• Vinnuveitandi
• Sótt námskeið
• Styrkir úr starfsmenntasjóði
Starfsafl miðlar einungis persónuupplýsingum til þriðja aðila þar sem um er að ræða hlutaðeigandi stéttafélög þegar þörf er á því að félagsaðild einstaklings sé sannreynd.
Persónuupplýsingar eru geymdar í rafrænum skrám í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla tilgang vinnslunnar og í samræmi við lög um varðveislu bókhaldsgagna.
Öll meðferð persónuupplýsinga er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Ef óskað er frekari upplýsinga um vinnslu persónuupplýsinga hjá Starfsafli þá er velkomið að snúa sér til skrifstofu Starfsafls.
*hlutaðeigandi stéttafélög: Eflinga stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
Samþykkt 20. nóvember 2024