Flugverndar- og flothettunámskeið styrkt
Það er óhætt að segja að október hafi komið með hvelli hvað fjölda umsókna og greiddar fjárhæðir varðar sem var sannarlega ánægjulegt. Ef til vill er atvinnulífið að ná sér á strik eftir erfiða tíma, vonandi.
Í október var samanlögð styrkfjárhæð tæplega 26 milljónir króna sem er sannarlega metmánuður sé litið til ársins í heild sinni.
Styrkir til fyrirtækja
24 umsóknir bárust í mánuðinum og var lægsti styrkurinn kr. 15,000,- og sá hæsti kr. 3.000.000,-
Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja var kr.5.778.386,- og á bak við þá tölu eru 247 félagsmenn.
Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru samanber eftirfarandi:
Eigin fræðsla
Flothettunámskeið
Flugvernd
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Íslenska
Lean námskeið
Leiðtogaþjálfun
Samskipti
Skyndihjálp
Stafrænt námsumhverfi
Starfslokanámskeið
Þjónustunámskeið
Vaktstjóranámskeið
Verkefnastjórnun
Vinnuvélaréttindi
Styrkir til einstaklinga
Efling kr. 14.900.160,-
VSFK kr. 4.626.333,-
Hlíf kr. 1.164.337,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér