Nýtt símanúmer á skrifstofu Starfsafls

Í kjölfar flutninga á skrifstofu Starfsafls í Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, hefur verið tekið í notkun nýtt símanúmer; 5181850.

Öllum fyrirspurnum vegna þjónustu við fyrirtæki vegna starfsmenntamála og styrkja skal beint til skrifstofu Starfsafls en upplýsingagjölf og afgreiðsla styrkja til einstaklinga er sem fyrr á skrifstofum þeirra félaga sem aðild eiga að sjóðnum; Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og  Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, 

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.