Nýr framkvæmdastjóri

Lísbet Einarsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Starfsafls og hefur tekið við starfinu af Sveini Aðalsteinssyni, sem gengt hefur starfinu sl. 10 ár.

Lísbet hefur víðtæka menntun og tæplega 20 ára reynslu í stjórnun og ráðgjöf á sviði mannauðs- og starfsmenntamála. Hún hefur starfað frá árinu 2010 sem forstöðumaður fræðslumála hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, einu af aðildarsamtökum Samtaka atvinnulífsins, en áður sem ráðgjafi, fyrirlesari og mannauðsstjóri.

Lísbet er með BA gráðu í félags- og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla. Hún situr jafnframt í stjórn MBA félagsins. Hún er gift Sveinbirni Allanssyni, innkaupastjóra hjá Globus, og eiga þau fjögur börn.

lisbet7 (00000003)