Hlíf Böðvarsdóttir nýr formaður stjórnar

Á fundi stjórnar Starfsafls í gær, 16. ágúst, voru formannsskipti í stjórn Starfsafls.  Samkvæmt reglum sjóðsins eru formannsskipti á tveggja ára fresti og er hefðin sú að fulltrúi frá Samtökum Atvinnulífsins og fulltrúi Eflingar í stjórn skiptast á formennsku. Fjóla Jónsdóttir lét af störfum sem formaður og tók við sæti varaformanns.  Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslustjóri Securitas og fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins í stjórn Starfsafls, tók við formennsku.

hlif (00000002)