Netnám á erlendum vefsíðum ekki styrkt

Stjórn Starfsafls hefur ákveðið að endurskoða styrkveitingu til einstaklinga er varðar erlent netnám.

Starfsafl mun ekki styrkja nám eða námskeið sem fer fram á erlendum vefsíðum, að undanskildu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum. Sú ákvörðun tekur strax gildi. Stjórn Starfsafls mun skoða styrkveitingu fyrir erlent netnám heildstætt á næstu mánuðum og mun endurmeta ákvörðunina þegar þeirri vinnu er lokið. 

Starfsafl mun ekki styrkja nám eða námskeið sem fer fram á erlendum vefsíðum, að undanskildu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum.

Félagsmenn í aðildarfélögum Starfsafls; Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, geta því ekki sótt um styrki vegna netnáms eða námskeiða sem fram fer á erlendum vefsíðum (nema um sé að ræða viðurkennt háskólanám) og verður öllum slíkum umsóknum hafnað.    Áfram verður styrkt netnám / starfrænt nám sem fram fer á íslenskum vefsíðum þar sem skilyrði sjóðsins um nám og námskeið eru uppfyllt.

Áfram verður styrkt netnám / starfrænt nám sem fram fer á íslenskum vefsíðum þar sem skilyrði sjóðsins um nám og námskeið eru uppfyllt.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.