Áunninn réttur nýttur í skólagjöldin

September er sá mánuður ársins sem flestar umsóknir berast frá yngstu félagsmönnunum sem eru í námi á veturnar og nýta þann  rétt sem ávinnst með störfum samhliða námi og sumarvinnunni. Við fögnum því.

Einnig er  ánægjulegt að segja frá því að fjöldi fyrirtækja sér hag í þvi að greiða fyrir sitt sumarstarfsfólk allskonar vinnuvélanám sem veitir réttindi sem þeir einstaklingar taka með sér áfram og geta nýtt í framtíðarstörfum. Þá eru ótalin önnur námskeið sem fyrirtæki bjóða upp á og eru góður grunnur fyrir öll framtíðarstörf, svo sem námskeið sem taka til vinnuverndar, gæðastjórnunar og samskipta, svo fátt eitt sé talið. Að sjálfsögðu er síðan hægt að sækja um styrk sem felur í sér endurgreiðslu á kostnaði til Starfsafls og nýta þannig sinn rétt hjá sjóðnum, sem myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld hafa verið greidd.

Athugið að viðkomandi þarf að vera komin á launaskrá þegar námið er sótt, námið þarf að vera starfstengt og hægt er að sækja um þegar skilagreinar hafa verið sendar inn og iðgjöld greidd.

Í september voru greiddar 32,6 milljónir króna til 340 félagsmanna og 14 fyrirtækja

Styrkir til fyrirtækja

20 umsóknir bárust frá 14 fyrirtækjum í september.  5 umsóknum var hafnað og ástæður þar að baki ýmiskonar, meðal annars var umsókn ekki vegna starfsmenntunnar, umsókn var endurtekin og gögn skiluðu sér ekki, svo dæmi séu tekin.  3 umsóknir voru vegna fræðslustjóra að láni og eru þær allar í ferli.  Heildarfjáræð greiddra styrkja var því  3.3  milljónir króna og vantar þá þær umsóknir sem eru í ferli.  Á bak við þessa tölu eru alls  226 félagsmenn sem sóttu allskyns nám og námskeið, samanber eftirfarandi lista:

ADR
Brunavarnir
Eigin fræðsla
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Frumnámskeið vinnuvéla
Heilsuefling
Íslenska
Lífeyrismál
Námskeið um menningamun
Samskipti
Sérhæfð fræðsla
Vinnuvélanámskeið

Styrkir til einstaklinga

 Alls sóttu 340 félagsmenn um styrk og styrkfjárhæðir voru samkvæmt eftirfarandi.

Efling kr. 22.604.187,-
VSFK kr. 3.763.391,-
Hlíf kr. 2.960.449.-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 29.328.027,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is

Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér