Námskeiði fyrir þernur lokið

Árangursrík samskipti
Fjölmenning
Gildi ferðaþjónustu
Fagtengd íslenska
Þjónusta grunnþættir
Líkamsbeiting
Öryggismál
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
Skyndihjálp
Fjölmenning
Gildi ferðaþjónustu
Fagtengd íslenska
Þjónusta grunnþættir
Líkamsbeiting
Öryggismál
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
Skyndihjálp
Það var að ósk Eflingar og Starfsafls sem þetta námskeið var haldið. Um tilraunakennslu var að ræða og verður núna farið í það að rýna í mat nemenda á náminu og þær ábendingar sem borist hafa varðandi námið frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem hag hafa af námskeiði sem þessu. Til að mynda hafa borist óskir um að hafa námið á pólsku og er verið að leita leiða til að verða við því en að þessu sinni fór námskeiðið fram á ensku. Þess utan standa vonir til að námskeið fyrir þernur verði haldin reglulega yfir árið.
Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi. Námskeiðið var 60 kennslustundir og lagað að starfsmönnum á fyrstu árum í starfi. Einnig er námsefnið miðað við gæðakerfi Vakans og styrkt af Starfsafli um 75%.
Á myndinni eru þær þernur sem luku námskeiðinu.