Námskeiði fyrir þernur lokið
Í gær lauk námskeiði fyrir þernur sem haldið var hjá Mími símenntun að tilstuðlan Starfsafls og Eflingar. Af því tilefni var formleg útskrift þar sem nemendum var afhent viðurkenningarskjal. Við það tækifæri flutti Inga Jóna Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá Mími Símenntun, ávarp og sagði hún í ávarpi sínu það vera samdóma álit þeirra leiðbeinanda sem komu að náminu að nemendur hefðu verið sérlega áhugasamir. Þá mátti heyra á nemendum að mikil ánægja væri með námskeiðið í heild sinni en efnisþættir voru sbr. eftirfarandi:
Árangursrík samskipti
Fjölmenning
Gildi ferðaþjónustu
Fagtengd íslenska
Þjónusta grunnþættir
Líkamsbeiting
Öryggismál
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
Skyndihjálp
Fjölmenning
Gildi ferðaþjónustu
Fagtengd íslenska
Þjónusta grunnþættir
Líkamsbeiting
Öryggismál
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
Skyndihjálp
Það var að ósk Eflingar og Starfsafls sem þetta námskeið var haldið. Um tilraunakennslu var að ræða og verður núna farið í það að rýna í mat nemenda á náminu og þær ábendingar sem borist hafa varðandi námið frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem hag hafa af námskeiði sem þessu. Til að mynda hafa borist óskir um að hafa námið á pólsku og er verið að leita leiða til að verða við því en að þessu sinni fór námskeiðið fram á ensku. Þess utan standa vonir til að námskeið fyrir þernur verði haldin reglulega yfir árið.
Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi. Námskeiðið var 60 kennslustundir og lagað að starfsmönnum á fyrstu árum í starfi. Einnig er námsefnið miðað við gæðakerfi Vakans og styrkt af Starfsafli um 75%.
Á myndinni eru þær þernur sem luku námskeiðinu.