Munck á Íslandi fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Munck á Íslandi en fyrirtækið er íslenskt verktakafyrirtæki með öflugu,fjölbreyttu og þrautreyndu starfsmannateymi. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að markmið þess séu að vera leiðandi verktakafyrirtæki í mannvirkjagerð á Íslandi og veita verkkaupum og viðskiptavinum sínum bestu fáanlegu þjónustu. Þá segir ennfremur að fyrirtækið gerir mikklar kröfur til öryggis- heilsu- og umhverfismála og stefnir að núll-fjarveruslysum á sínum vinnustöðum með stöðugum umbótum, með fræðslu og uppbyggingu á öryggisvitund starfsfólks, undirverktaka og samstarfsaðila.
Fjöldi starfsmanna er 284 talsins. Þeir sjóðir sem koma að verkefninu eru Starfsafl, Landsmennt,SVS og Iðan.
Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Að þessu sinni er Ragnhildur Vigfúsdóttir í hlutverki fræðslustjórans.
Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins. Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.
Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5107550
Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins.