Mjólkursamsalan fær Fræðslustjóra að láni

MS_A4 isl.inddFyrir helgi var undirritaður  samningur við Mjólkursamsöluna ehf um verkefnið Fræðslustjóri að láni.  Að verkefninu koma fjórir sjóðir auk Iðunnar fræðsluseturs og nemur styrkfjárhæðin tæpum tveimur milljónum króna. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.
 
Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greining og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.  Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af sjóðunum og Iðunni, fræðslusetri.
 

Mjólkursamsalan er fjölbreyttur vinnustaður með hátt í sexhundruð starfsmenn á fimm starfsstöðvum. Bakgrunnur starfsmanna er ólíkur sem og fagmenntun þeirra en hópur sem býr hvort tveggja yfir mikilli þekkingu og færni í sínu starfi. Það er markmið Mjólkursamsölunnar að hjá félaginu starfi á hverjum tíma hæfir og metnaðarfullir starfsmenn. Félagið leggur áherslu á gott og hvetjandi vinnuumhverfi og að starfsmenn fái tækifæri til að eflast og þroskast í starfi. Starfsfólk er hvatt til að efla færni sína í takt við þær kröfur sem gerðar eru til félagsins og þrátt fyrir krefjandi vinnuumhverfi er Mjólkursamsalan að sama skapi skemmtilegur vinnustaður þar sem starfsfólki líður vel.