Mikilvægi fræðslu- og starfsmenntunar
Tryggja þarf að alltaf sé til staðar sú þekking sem þörf er á í núinu og nánustu framtíð, eigi fyrirtækið að ná markmiðum sínu og hafa yfir að ráða mannauð sem líður vel í starfi og getur mætt morgundeginum.
Hér fyrir neðan eru 7 atriði sett fram sem dæmi um ávinning af fræðslu- og starfsmenntun fyrirtækja.
1.Að veita tækifæri til fræðslu- og starfsmenntunar getur leitt til aukinnar starfsánægju, hvatningar og tryggðar og þá dregið úr kostnaðarsamri starsfmannaveltu.
2. Stöðug fræðsla og starfsmenntun hjálpar starfsfólki að þróa nýja færni og bæta þá sem fyrir eru. Þetta eykur frammistöðu þeirra og framleiðni, sem stuðlar að heildarárangri fyrirtækisins.
3. Fræðsla og starfsmenntun á vinnustað getur undirbúið starfsmenn fyrir stöðuhækkanir og ný hlutverk innan fyrirtækisins, hjálpað þeim að ná starfsmarkmiðum sínum og dregið úr þörf fyrirtækisins á kostnaðarsömum ráðningum utan frá.
4. Menntaðir starfsmenn eru oft skapandi og betur í stakk búnir til að leysa vandamál. Þeir geta komið inn með ferskar hugmyndir og nýja sýn..
5. Í mörgum atvinnugreinum er áframhaldandi fræðsla – og starfsmenntun nauðsynleg til að uppfylla reglur og staðla, til að viðhalda rekstrarhæfi fyrirtækisins, svo sem vegna gæða og öryggisstjórnunar.
6. Fyrirtæki sem setja menntun og faglega þróun í forgang eru oft meira aðlaðandi fyrir mögulegt framtíðar starfsfólk, hjálpa til við að laða að og halda í hæfileika á samkeppnismarkaði.
7. Á fjölbreyttum vinnustöðum getur menntun stuðlað að skilningi og virðingu meðal starfsmanna með ólíkan bakgrunn og stuðlað að betra og umburðalyndara vinnuumhverfi.
Fræðsla og starfsmenntun á vinnustað er mikivæg fjárfesting sem gagnast bæði fyrirtækinu og starfsmönnum þess í heild, sem leiðir til vaxtar, nýsköpunar og jákvæðrar vinnustaðamenningar.
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.