Mikill fjöldi umsókna í desember

Í þessum síðasta mánuði ársins hefur sjóðnum borist mikill fjöldi umsókna  enda mörg fyrirtæki sem vilja fullnýta sinn rétt innan ársins. Umsóknir sem bíða afgreiðslu eru í tugum talið og allt kapp er lagt á afgreiðslu þeirra.

Að gefnu tilefni er bent á að umsóknum er umsvifalaust hafnað ef tilskylin gögn fylgja ekki með umsókn eða er ábótavant.  Tilskylin gögn eru samanber eftirfarandi:

  • Upplýsingar um fræðsluna ( samantekt á efnisþáttum eða lýsingu á námi)
  • Reikningur  á kennitölu fyrirtækis þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr og staðfesting á greiðslu, s.s. kvittun úr heimabanka.  Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
  • Listi  yfir þátttakendur; nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild  ( allt þrennt og gott að hafa í excel skjali)

Umsóknum er umsvifalaust hafnað ef tilskylin gögn fylgja ekki með umsókn eða er ábótavant. 

Fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna. Sótt er um á www.attin.is

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected]. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér