Mikil breidd í styrkupphæðum

Það er áhugavert að skoða þessa miklu breidd í styrkupphæðum og velta því fyrir sér hvað veldur en væntanlega er það fyrst og fremst auðveldara aðgengi að fræðslusjóðunum og einfaldara umsóknarferli. Með tilkomu Áttarinar, sameiginlegrar vefgáttar starfsmenntasjóða, hefur fyrirtækjum með starfsfólk með fjölbreytta stéttafélagsaðild verið gert auðveldara að sækja styrki í marga sjóði samtímis og þ.a.l. sækja lægri upphæðir en annars hefðu verið sóttar.
Starfsafl hvetur fyrirtæki sem hafa áhuga á að efla sín starfsmennta- og fræðslumál, til að kynna sér þær leiðir sem eru mögulegar. Starfsafl er öflugur bakhjarl þegar kemur að fræðslu- og starfsmenntamálum.