Metfjöldi umsókna í nóvember

Mikil aukning er í umsóknum fyrirtækja til Starfsafls og nóvembermánuður ber þess svo sannarlega merki. Í þeim mánuði einum barst Starfsafli 40 umsóknir frá 26 fyrirtækjum og er um metfjölda umsókna að ræða. Heildarupphæð styrkloforða var 6.2 milljónir króna og greiddir styrkir rétt um 5 milljónir.

Á bak við þessar styrkveitingar eru alls 943 félagsmenn sem þá njóta góðs af styrkjunum sem veittir eru sem fyrirtækjastyrkir vegna fræðslu á vegum fyrirtækisins.  

Þrjár umsóknir bárust um verkefnið Fræðslustjóri að láni og þar af var einni hafnað þar sem enginn félagsmanna var innan Flóabandalagsins. Hinar tvær umsóknirnar eru báðar í vinnslu og þar af er önnur þeirra ekki inn í samtölu styrkloforða.

Þau námskeið sem voru styrkt voru venjubundin; ADR námskeið, aukin ökuréttindi, íslenska og námskeið fyrir sölumenn, svo einhver séu upptalin.

Fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalagsins geta sótt til sjóðsins og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að hafa samband og kanna hvaða leiðir eru mögulegar. Þá má finna nánari upplýsingar á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 5107550