Menntaverðlaun atvinnulífsins – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 11. febrúar 2026 nk.

Menntadagur atvinnulífsins er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku og óska þau nú eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf en hafa ber í huga að einungist er hægt að tilnefna aðildarfélaga innan SA.

Tilnefningar berist eigi síðar en mánudaginn 19. janúar.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.

Við hjá starfsmenntasjóðunum þekkjum vel það öfluga og metnaðarfulla starf sem á sér stað víða í atvinnulífinu á sviði fræðslu- og starfsmenntamála. Fjöldi fyrirtækja hefur markvisst lagt rækt við símenntun, hæfniþróun og uppbyggingu mannauðs með eftirtektarverðum árangri. Við hvetjum því fyrirtæki eindregið til að láta hógværðina lönd og leið og gera gott starf sýnilegt með því að tilnefna sig til Menntaverðlauna atvinnulífsins.

Nánar má lesa um verðlaunin og tilnefningar hér

Myndin er fengin að láni af vef Samtaka atvinnulífsins.