Menntaverðlaun atvinnulífsins 2025

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum.

Arion banki var valið Menntafyrirtæki ársins og Alda hlaut Menntasprotann 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór á Hilton Nordica.

Starfafl óskar báðum þessum fyrirtækjum hjartanlega til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar. 
 
Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þvert á atvinnugreinar og styrktur af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, þ.m.t. Starfsafli.
 
Menntaverðlaunin eru valin af dómnefnd úr fjölda tilnefninga og veitt þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála.  
 
Lesa má nánar um Menntadag atvinnulífsins og veittar viðurkenningar á vef Samtaka atvinnulífsins.
 
Myndin er fengin af heimasíðu SA.  
 

Um Starfsafl:

Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, geta sótt um í sjóðinn.  Sótt er um á www.attin.is

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected]  Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.