Menntamorgnar samtaka atvinnulífsins
Menntamorgnar samtaka atvinnulífsins eru kjörinn vettvangur fyrir þá sem starfa við fræðslu, símenntun og starfsþróun einstaklinga innan fyrirtækja. Næsti menntamorgunn verður miðvikudaginn 22. janúar frá kl. 8.15-9.00 í Húsi atvinnulífsins. Efni fundarins er rafræn fræðsla og er um þriðja fundinn að ræða um það efni.
DAGSKRÁ
Vegferð Bláa Lónsins í stafrænni fræðslu. Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu og starfsþróunarstjóri Bláa Lónsins.
Framleiðsla stafræns námsefnis – áskoranir og lærdómur. Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri Tækninám.is.
Verður Óskarinn þinn? Hugleiðingar og hagnýt atriði í gerð rafræns fræðsluefnis. Inga Steinunn Björgvinsdóttir, markaðsstjóri Promennt og Bryndís Ernstdóttir, ráðgjafi á mannauðssviði Advania.
Skráning og nánari upplýsingar á vef SA, www.sa.is