Menntadagur Samtaka atvinnulífsins 2014
Samtök atvinnulífsins héldu Menntadag sl. mánudag. Samskip, samstarfsaðili Starfsafls um langt skeið, fékk viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins sem menntafyrirtæki ársins 2014 og Nordic Visitor fékk verðlaun sem menntasproti ársins. Bæði fyrirtækin halda úti stefnumiðuðu fræðslustarfi og hafa bæði fengið Fræðslustjóra að láni. Starfsafl var með kynningu á fundinum fyrir fundargesti.
Aðalheiður í Kaffitári hélt erindi á ráðstefnunni þar sem hún sagði frá fræðslustarfi fyrirtækisins þar sem hún vakti athygli á góðri þjónustu Starfsafls við fyrirtækið. Starfsafl þakkar hrósið og hlakkar til áframhaldandi samstarfs!
Starfsafl var með kynningu á fundinum fyrir fundargesti í kaffihléi og fyrir fund.
Frá undirritun samnings um eigin fræðslu Kaffitárs, Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls, og Lilja Pétursdóttir, Kaffitári.