Menntadagur atvinnulífsins 2025

Menntadagur atvinnulífsins fer fram á Hilton Nordica þann 11. febrúar undir yfirskriftinni Störf á tímamótum . Menntadagurinn er sameiginlegt verkefni SA og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins eru í forgrunni.

Allir áhugasamr eru velkomnir og hvetur Starfsafl sérstaklega þá sem starfa að mannauðs- og fræðslumálum til að gefa sér tíma og taka þátt í þessum áhugaverða og flotta viðburði.

Á deginum verður m.a. 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna fagnað, menntaverðlaun atvinnulífsins afhent og staða menntunar rædd í arinspjall við forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur.

Eftir formlega athöfn stendur fólki til boða að taka þátt í tveimur lotum af áhugaverðum málstofum og kynna sér árangur fjölbreyttra fyrirtækja í fræðslu- og menntamálum á sérstöku markaðstorgi dagsins.

Húsið opnar kl. 8:30 með léttum morgunverði á markaðstorginu fyrir framan aðalsalinn. Formleg dagskrá hefst síðan kl. 9 og verður henni streymt á öllum helstu miðlum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu dagsins.