Kynning á NordGreen verkefninu

Í morgun héldu NordGreen verkefnið, sem Starfsafl stýrir, og Vistbyggðaráð sameiginlegan kynningarfund um verkefnið og vistvænar áherslur í hönnun mannvirkja, úti sem inni.  NordGreen verkefnið er styrkt af Leonardo áætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni Norðurlandanna fimm.  Verkefnið miðar að því að semja hæfniviðmið inn í evrópska viðmiðarammann (EQF), námskrá og kennslubók í skrúðgarðyrkju sem ætluð eru bæði formlega og óformlega kerfinu, og þar með félagsmönnum Starfsafls sem vinna við umhirðu og byggingu grænna svæða.

Alls voru flutt fjögur erindi á ráðstefnunni, einkum um græna fleti þ.e. græn þök og græna veggi. Um 60 manns sóttu ráðstefnuna sem þótti takast mjög vel.

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls, flutti kynningu á NordGreen verkefninu og hlutverki Starfsafls í því.

20150306_085415

Magnús Bjarklind, tæknifræðingur hjá EFLU verkfræðistofu og einn þátttakenda í NordGreen, kynnir græn þök á ráðstefnunni í morgun.