Kaffispjall Starfsafls komið á dagskrá

Það er loksins komið að því, við blásum til kaffispjalls.  Ef þú hefur aldrei komið þá hvetjum við þig til að skrá þig.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá felur kaffispjallið það í sér að við bjóðum þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum við hlustað, tekið samtalið, lært og leitað leiða til að mæta þörfum fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra. Þá er ekki síður ávinningur fyrir okkar gesti að koma hingað á skrifstofu Starfsafls, kynnast sjóðnum betur, heyra hvað aðrir eru að gera í sínum mannauðs- og fræðslumálum og vonandi mynda gagnlegar tengingar.

Hvað ætlum við að ræða ?

Fræðsluþarfir, fræðslustefnu, fræðslubókhald, stafræna fræðslu eða hvaðeina sem okkur dettur í hug og getur gagnast í þínu starfi.  Þið ráðið ferðinni.

Um er að ræða fámenna morgunfundi, hámark 7 gesti og  skemmtilegar umræður ef vel tekst til. 

Þetta fyrsta kaffispjall ársins verður miðvikudaginn 21. september frá kl. 9:00 til 10:00.   Skráning á [email protected]

Vertu velkomin/n