Icelandic W H fær Fræðslustjóra að láni

Nýlega var samþykkt verkefnið Fræðslustjóri að láni til Icelandic Water Holdings. 

Auk Starfsafls koma Iðan og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga.  Starfsafl er sá sjóður sem á flesta félagsmenn og leiðir því vinnuna.

Icelandic Water Holdings er félag utan um vatnsframleiðslu í Ölfusi undir merkjum Icelandic Glacial.  Fjöldi starfsfólks er rétt undir 70 talsins af 13 þjóðernum.  

Í umsókn segir ​​​​​​​að fyrirtækið óski eftir að fá fræðslustjóra að lán til  að tryggja kerfisbundna þjálfun og fræðslu fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins til langs tíma litið og þá forða frá því að gera kostnaðarsöm mistök við innleiðingu þeirrar fræðslu og þjálfunar sem að lokum verði í boði fyrir starfsfólk fyrirtækisins.  Þá segir einnig að allir stjórnendur séu sammála um mikilvægi þessa verkefnis og að þeir hafi skuldbundið sig til að taka virkan þátt í því. 

Í umsókn segir ​​​​​​​að fyrirtækið óski eftir að fá fræðslustjóra að lán til  að tryggja kerfisbundna þjálfun og fræðslu fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins til langs tíma litið og þá forða frá því að gera kostnaðarsöm mistök við innleiðingu þeirrar fræðslu og þjálfunar sem að lokum verði í boði fyrir starfsfólk fyrirtækisins.  Þá segir einnig að allir stjórnendur séu sammála um mikilvægi þessa verkefnis og að þeir hafi skuldbundið sig til að taka virkan þátt í því. 

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.

Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Ráðgjafi verkefnisins er Eva Karen hjá Effect ráðgjöf.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5181850

Myndin tengist fyrirtækinu ekki og er fengin hér.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.