Hótel Keflavík fær fræðslustjóra að láni
Hótel Keflavík fékk í byrjun sumars fræðslustjóra að láni í samstarfi við Starfsafl og Starfsmenntasjóð verslunar-og skrifstofufólks. Margrét Reynisdóttir, ráðgjafi hjá Gerum betur, var í hlutverki fræðslustjórans og vann hún að þarfagreiningu og kortlagningu á hæfni og þjálfunarþörf fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Afurðir verkefnisins er m.a. fræðsluáætlun sem unnið verður eftir fram á næsta vor. Hjá Hótel Keflavík starfa um 25 manns.