Hlutverk hópstjórans / vaktstjórans

Framundan er fjöldi áhugaverðra námsskeiða fyrir starfsfólk sem vill vaxa í starfi, öðlast aukna hæfni og þekkingu og geta þannig mætt  daglegum verkefnum af öryggi og festu.   Þar má sérstaklega nefna námskeið hjá Endurmenntun HÍ, sem er öllum opið og ber yfirskriftina Hlutverk hópstjórans / vaktstjórans. 

Námskeiðið hentar almennum millistjórnendum, s.s. vaktstjórum, liðstjórum og hópstjórum í öllum tegundum fyrirtækja, segir í námskeiðslýsingu,  og þau eru fjölmörg fyrirtækin sem eiga rétt hjá Starfsafli með starfsfólk í  slíkum störfum.  Veitingastaðir, fyrirtæki sem sérhæfa sig í þrifum, bensínstöðvar, öryggisfyrirtæki og iðnaður.  Engar kröfur eru gerðar um þekkingarlegan bakgrunn, en þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að taka þátt í verkefnum og umræðum. 

Rekstraraðilar fyrirtækja, sem vilja fjárfesta í sínum mannauð og rekstri fyrirtækis, með því að greiða námskeiðskostnaðinn fyrir sitt fólk, geta sótt um styrk til Starfsafls vegna þess og fengið endurgreiðslu sem alla jafna nemur 90% af reikningi. Hér getur þú skoðað hvort þitt fyrirtæki á rétt hjá Starfsafli, sjá hér

Skoðum málið.

Eins og fyrr segir þá er fyrrgreint námskeið í boði hjá Endurmenntun HÍ og ber yfirskriftina Hlutverk hópstjórans / vaktstjórans”  Í lýsingu á námskeiði segir eftirfarandi;

“Að stjórna fólki í fyrsta sinn reynist fólki mis erfitt. Margir grípa í fyrirmyndir og brjóstvitið en mikilvægt er að gera sér grein fyrir að stjórnun er fag og hægt er að beita ýmsum þekktum aðferðum til að ná betri árangri. Tilgangur þessa námskeiðs er að styrkja þátttakendur í þeim hlutverkum sem þeir takast á við í sínu starfi hvort sem þeir eru hópstjórar, vaktstjórar eða verkstjórar,,

Ef starfsmaður í Eflingu, VSFK eða Hlíf í Hafnarfirði fer á þetta námskeið og fyrirtækið er greiðandi reiknings, þá getur fyrirtækið sótt um endurgreiðslu á www.attin.is og fengið endurgreiðslu innan 5 virkra daga.  Einfaldara getur það ekki verið.

Reiknisdæmið er þá svona*

Námskeið kr. 31.900,-
Endurgreiðsla frá Starfsafli, kr. 28.710,-
Hlutur fyrirtækis kr. 3.190,-

Endurgreiðsla frá Starfsafli, kr. 28.710,- og hlutur fyrirtækis því aðeins kr. 3.190,- 

Nú er lag að skoða hvaða starfsfólk hefði hag af ofangreindu námskeiði,sjá hér,  skrá og greiða námskeiðsgjöld og sækja um endurgreiðslu á www.attin.is 

*Fyrirtæki utan Samtaka atvinnulífsins fá örlítið lægri styrk en þau fyrirtæki sem eru í aðild.  Sjá nánar í reglum Starfsafls.  

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér