Hámark styrkja hækkað í 75.000 kr.
Stjórn Starfsafls samþykkti á síðasta stjórnarfundi að hækka hámarksupphæð einstaklingsstyrkja í 75.000 kr. Upphæð styrkja er miðuð við greidd iðgjöld síðustu 12 mánaða en hægt er að fá styrk (þá lægri) eftir 6 mánaða aðild. Styrkur getur þó aldrei orðið hærri en 75.000 kr eða mest 75% kostnaðar. Svokölluð lífsleikninámskeið eru styrkt að hámarki 20.000 kr eða mest 75% kostnaðar.
Nýju reglurnar gilda um umsóknir sem skilað er frá og með deginum í dag, 21. maí og styrkir koma til útborgunar 1. júlí nk.