Hækkun styrkja vegna námsefnisgerðar
Stafræn fræðsla snýst um að miðla þekkingu stafrænt til starfsfólks og vönduð, vel framsett stafræn fræðsla getur aukið aðgengi og sparað tíma þeirra sem hana sækja. Fyrir fyrirtæki getur það skipt sköpum að geta útbúið, breytt eða bætt við eigið námsefni, og komið því á framfæri með litlum tilkostnaði, eftir fyrirliggjandi þörfum hverju sinni.
Í því umhverfi sem Starfsafls starfar í þarf sífellt að taka til skoðunar reglur sjóðsins, svo hann sé bæði í takt við síkvikar þarfir atvinnulífsins sem og hlutverk og markmið sjóðsins. Reglur vegna stafrænnar fræðslu eru þar á meðal og þær reglur sem sífellt er verið að rýna í og endurbæta.
Á dögunum samþykkti stjórn Starfafls breytingar á styrkjum vegna námsefnisgerðar á stafrænu formi og var samþykkt að hækka styrkfjárhæð í 4 x 300.000 krónur – á ári og veita fyrirtækjum sem fara þá leið að hafa námsefnið á íslensku en með texta styrk að hámarki 4 x 400.000 krónur á ári.
Með því er sjóðurinn að sýna ákveðna ábyrgð og ýta undir að námsefni sé frekar gert á íslensku en ensku eða öðru tungumáli og leggja þannig sitt afl á vogarskálarnar í verndun íslenskunnar. Það er sannarlega í takt við þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu, meðal annars innan ferðaþjónustunnar og í verslun.
Með því er sjóðurinn að sýna ákveðna ábyrgð og ýta undir að námsefni sé frekar gert á íslensku en ensku eða öðru tungumáli og leggja þannig sitt afl á vogarskálarnar í verndun íslenskunnar.
Ný regla tekur gildi strax og hljómar þá svo:
Þau fyrirtæki sem útbúa eigið stafrænt námsefni fyrir stafrænt námsumhverfi geta sótt sérstaklega um styrk til sjóðsins en veittur er allt að 400.000 króna styrkur vegna eigin námsefnisgerðar.
Ef námsefnið er á íslensku en textað þá getur styrkur orðið að hámarki kr. 400.000,-
Ef námsefnið er á öðru tungumáli en íslensku þá getur styrkur orðið að hámarki kr. 300.000,-
Hámarksfjöldi styrkja eru fjórir á almannaksári.
Forsendur og fylgigögn:
- Stafrænt námsumhverfi þarf að vera til staðar hjá fyrirtækinu
- Afrit af námskeiði (myndband).
- Upplýsingar um markhóp námskeiðsins
- Reikningur og staðfesting á greiðslu
- Önnur gögn í samráði við sjóðinn
Til viðbótar gilda skilyrði umsókna og þau gögn sem þurfa að fylgja
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.
Myndin var fengin hér