Verkfæragerð Hæfnissetursins styrkt
Að hafa aðgang að réttu verkfærunum við vinnu getur skipt sköpum, hvort heldur er við smíðar, þrif, matseld eða stafræna vinnu.
Í mars var tekin til afgreiðslu og samþykkt umsókn frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þar sem sótt var um styrk vegna þróunar á stafrænum verkfærum og stuðningsefni fyrir ferðaþjónustuna. Í umsókn kom fram að verkefnið væri unnið í samvinnu Ferðamálastofu og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um viðmót og hugbúnaðarþróun en verkefnaumsjón verður hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Hugmyndin byggir á því að gera viðeigandi fræðslu-og stuðningsefni gagnvirkt fyrir notendur og einfalt til innleiðingar. Vinnan er þegar hafin og gert er ráð fyrir að lausn fyrir stafræn verkfæri verði tilbúin í apríl og verður það gert aðgengilegt öllum til notkunar.
Lausninni er ætlað að veita notendum aðgang að stafrænu gagnvirku umhverfi sem bíður upp á fjölbreytt sniðmát fyrir fræðslu- og stuðningsefni sem notendur geta aðlagað að sínum þörfum og rekstri.
Lausninni er ætlað að veita notendum aðgang að stafrænu gagnvirku umhverfi sem bíður upp á fjölbreytt sniðmát fyrir fræðslu- og stuðningsefni sem notendur geta aðlagað að sínum þörfum og rekstri. Stafræna gagnvirka umhverfið er aðgangsstýrt og gefur notendum tækifæri til þess að vinna yfir lengri eða skemmri tíma að því að aðlaga efnið að sinni starfsemi til útgáfu og notkunar.
Lausnin bíður upp á ritstjórnarglugga og tillögur að innihaldi sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa leggja til. Notendur geta síðan bætt við nýju efni og tekið út efni sem ekki á við.
Nálgunin mun verða sú að nýta núverandi verkfæri eins og t.d. Nýliðaþjálfun eða Gátlista fyrir móttöku starfsfólks, auk nýs efnis sem þegar hefur verið skrifað en ekki birt eins og sniðmát með dæmum fyrir starfsmannahandbækur. Notendur aðlaga þá efnið (t.d starfsmannahandbókina) eftir þörfum síns fyrirtækis og hlaða henni síðan niður sem hlekk. Markmið með stafrænu gagnvirku svæði þar sem hægt er að vinna beint inn í verkfæri sem Hæfnisetrið hefur unnið fyrir fyrirtæki er að auðvelda stjórnendum enn fremur að tileinka sér og nýta þau verkfæri sem standa þeim til boða og tryggja þannig gæði.
Markmið með stafrænu gagnvirku svæði þar sem hægt er að vinna beint inn í verkfæri sem Hæfnisetrið hefur unnið fyrir fyrirtæki er að auðvelda stjórnendum enn fremur að tileinka sér og nýta þau verkfæri sem standa þeim til boða og tryggja þannig gæði.
Allar umsóknir sem taka til umsókna vegna námsefniðsgerðar, nýsköpunar- og þróunarstyrkja eru ávallt bornar undir stjórn Starfsafls.
Í reglum um styrki til fyrirtækja má nálgast eyðublað vegna umsókna um styrk vegna námsefnisgerðar, nýsköpunar og þróunarverkefna. Athugið að aðeins eru styrkt verkefni sem taka til félagsmanna.
Frekari upplýsingar má fá á skrifstofu Starfsafls.
Myndin er fengin hér