Aldrei fleiri umsóknum hafnað í einum mánuði
Fjöldi umsókna í febrúar voru alls 38 frá 19 fyrirtækjum. 9 umsóknum var hafnað en það er óvenju hátt hlutfall. Höfnun umsókna getur verið vegna eftirtalinna þátta:
- Enginn félagsmanna hjá okkur
- Komin í leyfilegt hámark
- Röng kennitala
- Umsækjandi stofnaði óvart nýja umsókn
- Vantar upplýsingar um stéttarfélag
- Reikningurinn ekki skráður á fyrirtækið
- Umsækjandi er atvinnurekandi
- Umsókn er vegna prófa- og skírteinisgjalda
Þá voru tvær umsóknir lagðar fyrir stjórn, þar af önnur vegna rafrænnar fræðslu, en allar umsóknir sem hafa með rafræna fræðslu að gera fara fyrir stjórn. Ástæðan þar á bak við er sú að verið er að þróa þær reglur sem snúa að rafrænni fræðslu og nauðsynlegt að stjórn sjóðsins sé upplýst um þær umsóknir og fyrirspurnir sem berast vegna þessa. Að því sögðu er á það bent að stjórnendur fyrirtækja eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir eða “hugmyndir” sem snúa að fræðslu sinna starfsmanna og kanna hvort sjóðurinn styrki þá leið sem fyrirtækið vill fara.
14 umsóknir vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra, 2 vegna ADR, 4 vegna íslensku, 4 vegna tölvunámskeiða og 4 vegna eigin fræðslu. Þá var ein umsókn vegna Fræðslustjóra að láni.
Heildarfjárhæð greiddra styrkja þennan mánuðinn var í lægra lagi eða rétt um tvær milljónir.