Góð þjónusta, hvað þarf til ?
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki.
Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki.
Kynnt verður fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem nýst getur við þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og hvaða leiðir er hægt að fara til að fjármagna fræðsluna. Meðal dagsskrárliða verður innlegg framkvæmdastjóra Starfsalfs, Lísbetar Einarsdóttur, en hún mun kynna vefgátt sjóða, www.attin.is
Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
DAGSKRÁ
Nýliðaþjálfun – Kynning á nýju verkfæri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu
Bryndís Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
Menntun, fræðsla, þjálfun – Hvers vegna?
Þórir Erlingsson, framkvæmdastjóri Tailwind
Fjármagn til fyrirtækja, eitthvað fyrir þitt fyrirtæki?
Lísbet Einarsdóttir frá attin.is
Allir á sömu blaðsíðunni
Gentle Giants, handhafi menntasprota atvinnulífsins 2022
Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants
Fundarstjóri Haukur Harðarson, verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar