Glófi ehf með eigin fræðslu
Starfsafl og Glófi undirrituðu í dag samning um styrk sjóðsins til eigin fræðslu fyrirtækisins. Fyrirtækið mun halda námskeið á næstunni fyrir almenna starfsmenn fyrirtækisins þar sem nýttir verða leiðbeinendur sem jafnframt eru starfsmenn Glófa.
Sjá nánar um styrki Starfsafls til eigin fræðslu fyrirtækja.
Glófi ehf. var stofnað á Akureyri árið 1982 og hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu á prjónaðri smávöru á Íslandi í 30 ár. Í upphafi framleiddi Glófi eingöngu prjónaða vettlinga, en fljótlega var starfsemin aukin og farið út í framleiðslu á allskyns sokkum og smávörum. Í dag er Glófi stærsti framleiðandinn á ullarvörum úr íslensku vélprjónabandi, og er stærsti hluti framleiðslunnar undir vörumerkinu Varma The warmth of Iceland. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 45 og starfa við framleiðslu á Akureyri, í Reykjavík og á Hvolsvelli.
Í mars 2014 flutti fyrirtækið starfssemi sína úr Auðbrekku í Kópavogi yfir í Ármúla 31 í Reykjavík. Einnig voru prjónavélar og öll starfsemi þvottahúss flutt í Ármúlann. Með þessu hefur skapast hagræðing í rekstri en einnig þörf fyrir aukna þjálfun starfsmanna.