Fyrirtækjastyrkir náðu til 965 einstaklinga

September markar upphaf nýs skólaárs, nýja námsönn hjá nemendum í skólum landsins en markar einnig ákveðið upphaf hjá fyrirtækjum sem búa yfir menningu sem hvetur og styður við fræðslu og starfsþróun.  Innan margra fyrirtækja er búið að skipuleggja starfstengda fræðslu fyrir komandi vetur sem ætlað er að tryggja að starfsfólk búi yfir hæfni og þekkingu til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru.

Mikilvægt er að uppfæra þekkingu starfsfólks allt eins og skipta þarf um blek í prentara svo hann geti skilað því sem honum er ætlað  eða innleiða ný kerfi, fyrirtæki er lítið án mannauðs sem býr yfir nauðsynlegri færni. 

Innan margra fyrirtækja er búið að skipuleggja starfstengda fræðslu fyrir komandi vetur sem ætlað er að tryggja að starfsfólk búi yfir hæfni og þekkingu til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru

Fjöldi fyrirtækja er einnig að loka sumrinu, ef svo má segja, og senda inn umsóknr vegna sumarstarfsfólks og þá eru nemendur að skila inn umsóknum vegna skólagjalda.  Það var því talsvert um umsóknir i september og mörgum fyrirspurnum svarað. Það sem af er ári hafa 6000 einstaklingar fengið fræðslu í gegnum styrki til fyrirtækja.  Ávinningurinn er beggja, einstaklings og fyrirtækis.  

Það sem af er ári hafa 6000 einstaklingar fengið fræðslu í gegnum styrki til fyrirtækja.  Ávinningurinn er beggja, einstaklings og fyrirtækis.  

Styrkir til fyrirtækja í september

33 umsóknir bárust frá 21 fyrirtæki í mánuðinum og var lægsti styrkurinn kr. 3857,- og sá hæsti kr. 1.044.125, –  Samanlögð styrkfjárhæð var rétt undir sex milljónum króna  og á bak við þá tölu 965 félagsmenn. 6 umsóknum var hafnað og ástæður þar að baki allskonar.  Þá voru 2 umsóknir vegna fræðslustjóra að láni og þar af annað verkefnið samþykkt og komið í fulla vinnslu en hin umsóknin er í samþykktarferli. 

Aukin ökuréttindi 
Bara tala – íslensku app
Ekko 
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Enskunámskeið
Excell námsekið
Flugvernd og öryggisvitund
Frumnámskeið
Fyrirlestur um geðheilsu
Fyrirlestur um svefn
Íslenska
Kerrukennsla
Kerrupróf
Líkamsbeiting
Markaðaðsmál 
Meirapróf
Samskipti
Stafrænt fræðsluumhverfi
Stjórnendanámskeið
Vinnuvernd

Styrkir til einstaklinga í september

Efling kr. 3.605.355,- 

VSFK kr. 6.554.018,-

Hlíf kr. 3.905.557,-,-

Inn í tölurnar hér á undan vantar hluta afgreiddra umsókna hjá Eflingu,  þar sem tafir hafa orðið á uppgjöri.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér